50. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. apríl 2015 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:30
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:30

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Þorbjörn Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Nefndin afgreiddi fundargerð 49. fundar.

2) 571. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mættu Sigríður Benediktsdóttir, Ragnar Árni Sigurðsson og Jónas Þórðarson frá Seðlabanka Íslands og fóru yfir athugasemdir bankans við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 561. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Guðlaugur Júlíusson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á fund nefndarinnar og fóru yfir athugasemdir Sambandsins við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

kl. 10:35 mættu Tryggvi Axelsson og Matthildur Sveinsdóttir frá Neytendastofu og Þeir Róbert Bender, Vilhjálmur Bjarnason og Þórarinn Einarsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna og fóru yfir viðbótarumsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:06
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:06